Um okkur

Blómafélagið er íslenskt fjölskyldufyrirtæki, staðsett í Hollandi. Staðsetning okkar í Hollandi gefur okkur mikið forskot þar sem við erum í beinu sambandi við blómabændur. Við sérhæfum okkur í hágæða vörum frá traustum aðilum og erum rétt svo að byrja. 

Túlípanar eru ekki bara túlípanar, í dag eru yfir 3.000 mismunandi tegundir í ræktun. Við hjá Blómafélaginu tryggjum viðskiptavinum okkar eingöngu sérvalda, hágæða haustlauka.

Túlípanar eru ein vinsælustu blóm í heimi og eru þeir fullkomnir fyrir íslenska garða. Að því sögðu er það sérgrein okkar hjá Blómafélaginu að finna fallegustu túlípana heims og flytja þá til Íslands.
 
Fyrir frekari spurningar eða sérstakar beðnir, endilega hafðu samband í gegnum info@blomafelagid.is