Um okkur

Við hjá Blómafélaginu erum systur sem elskum allt sem viðkemur fallegum blómum! Ein okkar systra er búsett í Hollandi og kom upp sú skemmtilega hugmynd á síðasta ári að flytja inn blóm til Íslands frá sjálfu blómamekkanu í Hollandi. Að fylgjast með og læra af snillingunum hérna í Hollandi þykir okkur ótrúlega skemmtilegt og hlökkum við til að koma fallegum blómum til heim! Hinar tvær systurnar eru búsettar á Íslandi og sjá um flest mál þar.

Það er okkur mikilvægt að kaupa beint frá býli og gerir því staðsetning okkar í Hollandi okkur forskot þar sem við förum og hittum blómabændurna, kynnumst ferlinu á bak við ræktunina og handveljum vörurnar áður en þær eru sendar heim til Íslands.

Túlípanar eru ein af okkar uppáhalds blómum og elskum við að setja þá blómlauka niður á hausti og bíðum spennt eftir komandi vori til að sjá afraksturinn. Það skemmtilega við túlípana er að þeir eru tilvaldir fyrir íslenska garða, og eru yfir 3.000 túlípanar í ræktun í heiminum í dag! Laukarnir eru settir niður að hausti fyrir frost og síðan er ekkert að gera nema bíða eftir að þeir spretta upp í allri sinni dýrð næsta vor! Smelltu hér til að skoða úrvalið okkar af túlípönum í fyrra!

Að okkar mati hljóta dalíur að vera með fallegri blómum í heimi! Núverið erum við að flytja inn dalíuhnýði og erum við ekkert smá spennt að sjá hvernig dalíurnar koma út á Íslandi. Dalíurnar þurfa aðeins meiri ást en túlípanarnir þar sem þær eru sumarblóm og þurfa þær því sólríkan, skjólgóðan stað til að vaxa og dafna. Smelltu hér til að skoða úrvalið okkar af dalíum!

Eftir mikla leit að réttum samstarfsaðilum fundum við FAM Flower Farm og fórum við og hittum þær yfir kaffibolla á blómabýinu þeirra í Lisse, Hollandi. Þær Marlies og Linda frá FAM vita aldeilis hvað þær eru að gera enda með áratuga reynslu af ræktun túlípana, dalía, lilja osfrv. Smelltu hér til að skoða meira um þær!

Fyrir frekari upplýsingar, spurningar eða ábendingar endilega hafðu samband í gegnum info@blomafelagid.is

Þú getur líka sent okkur línu á rosa@blomafelagid.is eða helga@blomafelagid.is

Mynd frá FAM Flower Farm