
Loksins á Íslandi!
Við hjá Blómafélaginu erum stoltir samstarfsaðilar FAM Flower Farm og hlökkum til að landsmenn geti notið góðs af þessum fallegu blómum.
Fyrir frekari upplýsingar hafðu samband í gegnum info@blomafelagid.is
Heimsending innifalin ef verslað er yfir 3.000kr á höfuðborgarsvæðinu!
Við reynum að koma öllum pöntunum eins fljótt og auðið er til viðskiptavina okkar, sem getur tekið allt að 2-5 virka daga.
Ef pöntunin þín er undir 3.000kr er 500kr heimsendingarkostnaður á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrir landsbyggðarfólkið okkar verður farið með pakkann í pósthús og sendingin send með Póstinum gegn greiðslu, sem er valin við pöntun.
Ef eitthvað er óskýrt endilega hafðu samband við okkur á info@blomafelagid.is
Beint frá býli
Blómabændurnir okkar hjá FAM Flower Farm eru staðsettir í Lisse, Hollandi, rétt hjá hinu fræga Keukenhof. Tvær fjölskyldur standa á bak við FAM Flower Farm og þar á meðal Marlies og Linda, æskuvinkonur sem kynntust sitthvorum blóma bóndanum...
Falleg og umhverfisvæn gjafavara
Pakningarnar frá FAM Flower Farm eru einstaklega fallegar og því fullkomin gjafavara fyrir þá sem eiga allt. Blómlaukarnir eru í endurvinnanlegum pakkningum, með skýrum skilaboðum og fallegum skilaboðum.

Ice Cream
Þessir gullfallegu og einstöku túlípanar eru einir af frægustu túlípönum í Keukenhof vegna útlits síns. Ice Cream er afsprengi tveggja túlípana, það er að segja tvöföldum hvítum túlípana og tvöföldum rauðum túlípana.