Skilmálar og stefnur

Sending og afgreiðsla

Frí heimsending á Höfuðborgarsvæðinu ef pantað er yfir 6.000kr! Sendum með Póstinum um land allt! Ef pöntunin þín er undir 6.000 er 1.250kr heimsendingarkostnaður á höfuðborgarsvæðinu. 

Við reynum að koma öllum pöntunum eins fljótt og auðið er til viðskiptavina okkar, sem getur tekið allt að 2-5 virka daga.

Landsbyggðin: Fyrir landsbyggðarfólk verður farið með pakkann í pósthús og sendingin send með Póstinum gegn greiðslu sem er valin við pöntun. Afhending pantanna er einnig 1-3 virkir dagar. Fyrir þá viðskiptavini okkar út á landi er hægt að velja um þrjá sendingamöguleika gegn greiðslu. 
  1. heim að dyrum (1.950kr)
  2. í pósthús (1.350kr)
  3. í póstbox (1.350kr)


Skil á vörum
Vörum er almennt hægt að skila gegn framvísun reiknings fyrir kaupum á vörunni sé varan ónotuð og í söluhæfu ástandi bæði hvað varðar innihald og umbúðir. Skila ber vöru innan 14 daga frá kaupum.

Persónuverndarstefna
Blómafélagið meðhöndlar persónuupplýsingar og ber félaginu að að gæta hagsmuna þeirra einstaklinga sem eiga viðskipti við félagið hvað varðar persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar í samræmi við lög sem gengu í gildi þann 15. Júlí, nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Markmið þeirra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga 19/2018 er að stuðla að því að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs og að tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga og frjálst flæði þeirra á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.

Móðurfyrirtæki Blómafélagsins, Nes Capital ehf. kt. 771207-0820 er ábyrgðaraðili þeirra sem eru veittar fyrirtækinu.

Blómafélagið og móðurfélag þess, Nes Captial ehf. mun ekki nota persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru upphaflega ætlaðar til né mun félagið miðla þeim upplýsingum til annara aðila nema samþykki liggi fyrir eða á grundvelli löglegra hagsmuna eða vegna lagaskyldu

Lög og varnarþing
Lög um rafræn viðskipti nr. 30/2002 gilda um viðskipti þessi auk laga nr. 16/2016 um neytendasamninga. Viðskiptavinum er bent á fræðsluefni á heimasíðu neytendastofu varðandi rafræn viðskipti.

Blómafélagið sem seljandi vöru áskilur sér rétt að falla frá kaupum og hætta við pantanir ef upp koma villur í skráningu á upplýsingum um vöru af hálfu seljanda t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða annara mistaka sem seljandi kann að gera við skráningu á upplýsingum um verð og eiginleika vöru hvort sem þær villur eru augljósar eða ekki. Þá áskilur seljandi sér rétt að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir án fyrirvara. Þá áskilur seljandi sér rétt til að fá staðfestar pantanir símleiðis.

Ef kaupandi greiðir ekki kaupverðið eða fullnægir ekki öðrum skyldum sínum samkvæmt samningnum um kaupin og það verður hvorki rakið til seljanda né atvika sem hann varða áskilur seljandi sér rétt til þess að krefjast þeirra vanefndaúrræða sem seljandi getur krafist. Er þar m.a. um að ræða að krefjast efnda, riftunar á kaupunum eða skaðabóta vegna þess kostnaðar er seljandi verður fyrir vegna vanefnda kaupanda.

Ef eitthvað er óljóst endilega hafðu samband við info@blomafelagid.is