Café au Lait dalían frá Fam Flower Farm er ein sú allra vinsælasta enda vel þekkt af dalíu-unnendum fyrir fegurð sína. Þessi gullfallega ,,Dinner plate’’ dalía er oft notuð sem blóm í brúðkaupsskreytingar og ekki síður í blómvöndinn sjálfan. Stærð blómsins getur orðið allt að 25 cm!
Þessi fallegi kremaði litur af blóminu sjálfu fer stundum út í mildan ferskju bleikan sem gerir dalíuna svo einstaklega fallega.d
Dalíur þrífast best í sólríkum, hlýjum og á skjólgóðum stað. Blómin eru það stór að stilkum er hætt við að brotna í miklum vindi. Mikilvægt er að vökva dalíurnar vel. Þola ekki frost.
Café au Lait kemur aðeins í takmörkuðu magni. Tryggðu þér eintak í forpöntun!
Frekari upplýsingar:
Tegund vöru: Dalíu laukur
Tímabil gróðursetningar: Þegar engin hætta er á frosti
Tímabil blómstrunar: Frá Júlí – Nóvember
Litur blóms: Hvítur – kremaður
Stærð blóms: XL (20-24 cm)
Hæð stilks: M (ca 90 cm)
Magn per poka: einn laukur