Eldhúsgarðurinn sem varð Keukenhof

Keukenhof er stæðsti blómagarður í heimi, einnig kallaður Garður Evrópu (Garden of Europe). Garðurinn er fyrst og fremst þekktur fyrir gríðarlegt úrval af túlípönum en þeir sýna einnig önnur blóm, þar á meðal rósir, dalíur, írisir og liljur.

Garðinn má rekja til 15 aldar en greifynjan Jacoba van Beieren (Jacqueline of Bavaria) ræktaði allskyns ávexti og grænmeti í eldhúsgarðinum sínum. Nafnið kemur frá þessum garði og þýðist því á íslensku í ,,eldhúsgarðinn‘‘.

Hópur 20 mismunandi haustlauka ræktenda tóku sig saman árið 1949 og plöntuðu niður túlípana haustlaukum í garðinn, sem vorblóma sýningu fyrir almenning. Garðurinn sló strax í gegn þar sem 236,000 gestir komu á sýninguna fyrsta árið. Síðan þá hefur garðurinn haldið vinsældum sínum og er nú einn þekktasti garður í heimi.

Í fyrsta skipti frá því að garðurinn opnaði fyrir almenning 1950 var honum lokað í ár vegna Covid-19.