Ein þekktustu blóm í heimiFátt er skemmtilegra en að hlúa að garðinum og gróðursetja fallegar plöntur að hausti. Að sjá afraksturinn að vori þegar haustlaukarnir fara að blómstra er þó enn betra eftir kaldan og íslenskan vetur.

Sem ein þekktustu blóm í heimi eiga túlípanar sér langa og áhugaverða sögu. Túlípanar koma frá lilju fjölskyldunni (Liliaceae) og eru upprunarlega frá Persíu og Tyrklandi. Vinsældir túlípana tóku hins vegar ekki á loft fyrr en þeir urðu vinsælir í Hollandi en þar tók við túlípana manía. Þá var verð túlípanalauka mjög hátt en hrundi síðan skyndilega en á þeim tíma um 1637 seldist einn túlípanalaukur fyrir tíföld árslaun handverkamanns. Túlípanaæðið er talin vera fyrsta skrásetta efnahagsbóla sögunnar.
 

Blómafélagið er fjölskyldufyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi og í Hollandi. Við tryggjum viðskiptavinum okkar hágæða haustlauka og fræ, beint frá hollenskum blómabóndum.
Við sendum þér vörur beint að dyrum í samstarfi við Aha.is.
Fyrir frekari spurningar eða sérstakar beðnir, endilega hafðu samband í gegnum info@blomafelagid.is